Liverpool horfir til Frimpong og Kerkez - Man Utd skoðar bakverði - Arsenal hefur átt í viðræðum um Wharton
banner
   lau 09. september 2017 16:23
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
2. deild: Njarðvík upp í Inkasso eftir ótrúlegar lokamínútur
Njarðvíkingar fagna. Myndaveisla birtist í fyrramálið.
Njarðvíkingar fagna. Myndaveisla birtist í fyrramálið.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Njarðvík tryggði sér sæti í Inkasso deildinni að ári þegar þeir lögðu granna sína í Víði, 3-2, eftir ótrúlegar lokamínútur.

Njarðvíkingar komust yfir með marki frá Andra Fannari Freyssyni úr vítaspyrnu en Milan Tasic jafnaði fyrir Víðismenn sömuleiðis úr vítaspyrnu.

Þannig var staðan alveg þangað til á 84. mínútu en þá kom Pawel Grudzinski Víðismönnum yfir. Njarðvíkingar voru hins vegar ekkert hættir og Kenneth Hogg jafnaði fyrir þá þremur mínútum seinna.

Það var síðan Arnór Björnsson sem skoraði sigurmark Njarðvíkinga í uppbótartíma og gulltryggði Njarðvíkingum sæti í Inkasso deildinni.

Víðismenn eiga þó enn veika von á að komast upp en þeir eru fjórum stigum á eftir Magna sem eru í öðru sætinu. Magni gerði einmitt 3-3 jafntefli við Hött á Egilsstöðum.

Þá lagði Völsungur fallna Sindramenn, 5-3, á Húsavík.

Víðir 2 - 3 Njarðvík
0-1 Andri Fannar Freysson ('18, víti)
1-1 Milan Tasic ('68, víti)
2-1 Pawel Grudzinski ('84)
2-2 Kenneth Hogg ('87)
2-3 Arnór BJörnsson ('90)

Höttur 3 - 3 Magni
0-1 Lars Óli Jessen ('13 )
1-1 Kristján Sigurólason ('27 , sjálfsmark)
2-1 Kristófer Einarsson ('30 )
3-1 Hrafn Aron Hrafnsson ('50 )
3-2 Fannar Freyr Gíslason ('56 )
3-3 Ýmir Már Geirsson ('89 )

Völsungur 5-3 Sindri

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner