Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   lau 09. september 2017 09:30
Elvar Geir Magnússon
Milos: Ætlum að láta verðandi meistara svitna
Milos og aðstoðarmaður hans, Olgeir Sigurgeirsson, á hliðarlínunni.
Milos og aðstoðarmaður hans, Olgeir Sigurgeirsson, á hliðarlínunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vonast til þess að góður endasprettur í Pepsi-deildinni færi þeim Evrópusæti. Á morgun sunnudag heimsækja Blikar topplið Vals og segir Milos Milojevic, þjálfari Kópavogsliðsins, að óhætt sé að tala um verðandi Íslandsmeistara. Hann telur að Valsmenn verði ekki stöðvaðir úr þessu.

„Í upphitun fyrir Pepsi-deildina spáði ég Val titlinum. Hópurinn er mjög þéttur og breiður. Það er gæði í hópnum. Það hafa ekki verið mikla breytingar og menn spilað lengi saman. Ég hef samt fulla trú á því að mitt lið geti strítt þeim á sunnudag og náð hagstæðum úrslitum," segir Milos sem segir að það sé engin spurning að Valur sé besta lið sumarsins.

„Ekki bara ef horft er á úrslit, spilamennskan hjá þeim hefur verið upp á 8,5-9. Þeir eiga þennan titil verðskuldað en ég vona að allir spýti í lófana og geri þetta eins erfitt fyrir þá og hægt er. Við hinir eigum ekki að kasta hvíta handklæðinu heldur láta Valsmenn svitna."

Um lokasprettinn hjá Breiðabliki:

„Við þurfum að taka eitt skref í einu. Við teljum að við getum endað þetta mót vel ef við tökum lokasprettinn alvarlega sem við munum gera. Við ætlum að spila okkar fótbolta eins og við höfum gert í síðustu leikjum. Við ætlum að halda áfram að þróa okkar varnarleik og reyna að fá ekki mörk á okkur."

laugardagur 9. september
14:00 KR-ÍBV (Alvogenvöllurinn)
16:30 Víkingur Ó.-Fjölnir (Ólafsvíkurvöllur)

sunnudagur 10. september
17:00 ÍA-KA (Norðurálsvöllurinn)
17:00 Víkingur R.-Stjarnan (Víkingsvöllur)
17:00 FH-Grindavík (Kaplakrikavöllur)
19:15 Valur-Breiðablik (Valsvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner