Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
   lau 09. september 2017 09:30
Elvar Geir Magnússon
Milos: Ætlum að láta verðandi meistara svitna
Milos og aðstoðarmaður hans, Olgeir Sigurgeirsson, á hliðarlínunni.
Milos og aðstoðarmaður hans, Olgeir Sigurgeirsson, á hliðarlínunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vonast til þess að góður endasprettur í Pepsi-deildinni færi þeim Evrópusæti. Á morgun sunnudag heimsækja Blikar topplið Vals og segir Milos Milojevic, þjálfari Kópavogsliðsins, að óhætt sé að tala um verðandi Íslandsmeistara. Hann telur að Valsmenn verði ekki stöðvaðir úr þessu.

„Í upphitun fyrir Pepsi-deildina spáði ég Val titlinum. Hópurinn er mjög þéttur og breiður. Það er gæði í hópnum. Það hafa ekki verið mikla breytingar og menn spilað lengi saman. Ég hef samt fulla trú á því að mitt lið geti strítt þeim á sunnudag og náð hagstæðum úrslitum," segir Milos sem segir að það sé engin spurning að Valur sé besta lið sumarsins.

„Ekki bara ef horft er á úrslit, spilamennskan hjá þeim hefur verið upp á 8,5-9. Þeir eiga þennan titil verðskuldað en ég vona að allir spýti í lófana og geri þetta eins erfitt fyrir þá og hægt er. Við hinir eigum ekki að kasta hvíta handklæðinu heldur láta Valsmenn svitna."

Um lokasprettinn hjá Breiðabliki:

„Við þurfum að taka eitt skref í einu. Við teljum að við getum endað þetta mót vel ef við tökum lokasprettinn alvarlega sem við munum gera. Við ætlum að spila okkar fótbolta eins og við höfum gert í síðustu leikjum. Við ætlum að halda áfram að þróa okkar varnarleik og reyna að fá ekki mörk á okkur."

laugardagur 9. september
14:00 KR-ÍBV (Alvogenvöllurinn)
16:30 Víkingur Ó.-Fjölnir (Ólafsvíkurvöllur)

sunnudagur 10. september
17:00 ÍA-KA (Norðurálsvöllurinn)
17:00 Víkingur R.-Stjarnan (Víkingsvöllur)
17:00 FH-Grindavík (Kaplakrikavöllur)
19:15 Valur-Breiðablik (Valsvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner