Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 09. október 2015 22:10
Arnar Geir Halldórsson
Allardyce: Krefjandi verkefni
Stóri Sam er kominn aftur
Stóri Sam er kominn aftur
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce er mættur aftur í ensku úrvalsdeildina en hann var kynntur sem nýr stjóri Sunderland fyrr í dag.

Stóri Sam eins og hann er jafnan kallaður hefur séð ýmislegt í gegnum tíðina í enska boltanum.

Hann stýrði Bolton í átta ár og hefur einnig starfað fyrir Blackburn, Newcastle og nú síðast West Ham en hann var látinn taka poka sinn á Boleyn Ground eftir síðasta tímabil þar sem West Ham lenti í 12.sæti.

Allardyce var orðaður við Sunderland um leið og ljóst var að Dick Advocaat væri hættur með liðið en Sunderland er í næstneðsta sæti deildarinnar með þrjú stig eftir átta leiki.

„Augljóslega er þetta krefjandi verkefni en ég vonast til að geta veitt liðinu þann stöðugleika og árangur sem allir vilja," segir Allardyce.

„Ég hlakka til að vinna með þessum leikmönnum og auðvitað treysti ég á hjálp frá stuðningsmönnum Sunderland."

Þessi sextugi Englendingur lék eitt tímabil með Sunderland á leikmannaferli sínum

Hann er jafnframt fyrsti knattspyrnustjórinn sem hefur stýrt bæði Newcastle og Sunderland en mikill rígur er á milli félaganna.
Athugasemdir
banner
banner