Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 09. október 2015 12:30
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Akraborgin 
Arnar um Guðjón Pétur: Enginn stærri en liðið
Guðjón Pétur í leik með Blikum í sumar.
Guðjón Pétur í leik með Blikum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Guðjón Pétur Lýðsson kom með beinum hætti að 12 mörkum Breiðabliks í Pepsi-deildinni í sumar samkvæmt úttekt sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Guðjón sagði í viðtali á dögunum að hann yrði líklega ekki áfram hjá Kópavogsfélaginu.

„Guðjón er rosalegur keppnismaður sem vill alltaf fá að spila. Ég lít bara þannig á að það er enginn stærri en liðið. Þegar menn telja sig stærri en liðið og sætta sig ekki við að vera tekinn út af stundum og vera ekki alltaf í byrjunarliðinu er það ekki eitthvað sem mér líkar við," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, í viðtali við Akraborgina á X-inu í gær.

„Ef menn ætla að ná árangri og ef liðið ætlar að ná árangri þá verður að vera liðsheild. Það sýnir sig kannski best í íslenska landsliðinu í dag. Þar sér maður eina bestu liðsheild sem ég hef séð í langan tíma."

„Guðjón er flottur drengur, flottur fótboltamaður, en hann á erfitt með að setjast á bekkinn og það er stóri þráðurinn í þessu. Það er ekki búið að ganga frá neinu en hjá mér er það þannig að allir skipta jafnmiklu máli. Auðvitað eru sumir með meiri vigt inni á vellinum en allir skipta máli í klefanum og það er enginn stærri en félagið."

Er sjálfur að sigla í burtu
Hjörtur Hjartarson, umsjónarmaður Akraborgarinnar, spurði Arnar hvort Guðjón ætti framtíð hjá félaginu?

„Það verður bara að koma í ljós. Mér sýnist á öllu að hann sé sjálfur að sigla í burtu, í viðtölum og öðru. Mér þykir það leitt en ef einhver vill yfirgefa félagið þá eigum við nóg af góðum fótboltamönnum og aðrir fá tækifæri til að stíga upp."

Viðtalið við Arnar í heild sinni:

Athugasemdir
banner
banner