Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 09. október 2015 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hoedt: Mótandi reynsla að spila gegn Higuain
Wesley Hoedt skorar hér annað mark Lazio í 3-2 gegn Saint-Etienne í Evrópudeildinni.
Wesley Hoedt skorar hér annað mark Lazio í 3-2 gegn Saint-Etienne í Evrópudeildinni.
Mynd: Getty Images
Wesley Hoedt, hollenskur varnarmaður Lazio, segist hafa lært meira af einum leik gegn Gonzalo Higuain heldur en í öllum hinum leikjum tímabilsins til samans.

Umræddur leikur er 5-0 sigur Napoli gegn Lazio í ítölsku efstu deildinni, þar sem Higuain gerði tvö mörk.

Lazio er í þriðja sæti deildarinnar, með fimmtán stig eftir sjö umferðir, en Napoli hóf tímabilið illa og er með tólf stig þrátt fyrir 4-0 sigur gegn AC Milan í síðustu umferð og 2-1 sigur á Ítalíumeisturum Juventus fyrir það.

„Ég lærði meira af þessum eina leik heldur en af hinum sex leikjum tímabilsins samanlögðum," sagði Hoedt við hollenska fjölmiðla.

„Higuain er frábær sóknarmaður með gífurlega mikla reynslu. Það getur allt gerst þegar hann er á vellinum.

„Ég lá undir mikilli gagnrýni eftir leikinn, maður þarf að vera snöggur að læra hvernig á að dekka suma leikmenn. Ég er búinn að jafna mig á þessu, þetta var mótandi reynsla fyrir mig."

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner