Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 09. október 2015 11:11
Elvar Geir Magnússon
ÍBV semur líklega við Bjarna í dag
Bjarni Jóhannsson.
Bjarni Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Við erum vonandi á síðustu metrunum og vonumst til að ganga frá þessu í dag," segir Ingi Sigurðsson, stjórnarmaður ÍBV.

Þjálfaramál ÍBV ættu að skýrast í dag. Ingi vildi ekki staðfesta að Bjarni Jóhannsson sé að taka við liðinu en hann hefur verið í viðræðum við félagið að undanförnu og er líklega að taka við samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Eyjamenn voru í fallbaráttu í Pepsi-deildinni í sumar en náðu að bjarga sér frá falli.

Bjarni þekkir vel til í Eyjum en ÍBV varð Íslandsmeistari undir hans stjórn árin 1997 og 1998 sem og bikarmeistari síðara árið. Hann hefur síðustu ár þjálfað KA í 1. deildinni.

Eyjamenn eru fimmta árið í röð í leit að þjálfara að hausti til eftir að Jóhannes Harðarson og Ásmundur Arnarsson gáfu báðir afsvar um að halda áfram.
Athugasemdir
banner
banner