Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 09. október 2015 14:58
Elvar Geir Magnússon
Frostaskjóli
Indriði Sigurðsson kominn heim í KR (Staðfest)
Indriði við undirskriftina.
Indriði við undirskriftina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn reynslumikli Indriði Sigurðsson skrifaði rétt í þessu undir samning við uppeldisfélag sitt KR og mun hann því leika með liðinu í Pepsi-deildinni næsta sumar.

Samningur Indriða við KR er til tveggja ára.

Indriði er uppalinn KR-ingur en hann hefur leikið í atvinnumennsku erlendis síðan árið 1999.

Samningur Indriða við norska félagið Viking rennur út í lok árs og hann ákvað að snúa heim. Þessar fréttir koma ekkert á óvart en lengi hefur verið í deiglunni að Indriði myndi snúa aftur í Vesturbæinn.

Indriði, sem verður 34 ára á mánudaginn, hefur einnig leikið með Lyn og Lilleström í Noregi sem og Genk í Belgíu. Þá hefur Indriði skorað tvö mörk í 65 leikjum með A-landsliði Íslands á ferli sínum.

KR hafnaði í þriðja sæti Pepsi-deildarinnar í sumar og tapaði gegn Val í bikarúrslitaleiknum. Viðtal við Indriða kemur inn á eftir.



Athugasemdir
banner
banner