Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   fös 09. október 2015 14:29
Magnús Már Einarsson
Lars: Erum 100% á því hver mun byrja
Icelandair
Lars á æfingu í vikunni.
Lars á æfingu í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson eru búnir að ákveða hver kemur inn í framlínu íslenska landsliðsins gegn Lettum á morgun. Jón Daði Böðvarsson er meiddur og verður ekki með en hann byrjaði síðustu tvo leiki.

„Við Heimir höfum rætt þetta undanfarna daga og við erum 100% á því hver mun byrja," sagði Lars á fréttmannafundi í dag en hann vildi ekki gefa upp hver kemur inn í liðið.

„Það væri vanvirðing gagnvart liðinu að tilkynna þeim þetta ekki fyrst. Það er líka skemmtilegra að bíða ef að þetta er óvænt val," sagði Lars og hló.

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði, er í leikbanni á morgun og því þarf að gera að minnsta kosti tvær breytingar á byrjunarliðinu.

„Hann hefur spilað stórkostlega í undankeppninni. Maður vill alltaf velja úr öllum hópnum en ég segi alltaf að maður eigi að sjá lausnir en ekki vandamál. Ég vona að við sýnum á morgun að við höfum fundið mann sem getur fyllt hans skarð vel. Hann hefur spilað mjög vel fyrir liðið og lesið leikinn vel," sagði Lars um fjarveru Arons.

Erlendur fjölmiðlamaður spurði hvernig Lars og Heimir ná að fylgjast með leikmönnum Íslands sem spila víðsvegar um heiminn.

„Ég fylgist aðallega með í sjónvarpinu. Af ýmsum ástæðum ferðast ég ekki mikið lengur. Meðal annars af því að leikmennirnir eru víða og fjárhagslega er það ekki hægt fyrir knattspyrnusambandið. Það er betra að horfa á þá með berum augum en ég þekki leikmennina vel og sé hvort þeir eru heilir heilsu og að spila. Við reynum að fylgjast vel með 30-35 leikmönnum en það er mikið til í gegnum myndbönd," sagði Lars.
Athugasemdir
banner
banner
banner