Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 09. október 2015 14:21
Magnús Már Einarsson
Lars sagði Kolbeini að segja sannleikann um æfingarnar
Icelandair
Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson á æfingu.
Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson á æfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback, landsliðsþjálfari, viðurkennir að æfingar landsliðsins séu ekki þær skemmtilegustu. Lars hefur verið mikið að vinna í taktík með íslenska liðinu síðan hann tók við fyrir tæpum fjórum árum.

„Ég hef reynt að skipuleggja liðið og stundum eru æfingarnar leiðinlegar. Leikmennirnir eru andlega sterkir og gera alltaf sitt besta. Karakterinn hjá þessum strákum er svolítið sérstakur," sagði Lars á fréttamannafundi í dag.

Kolbeinn Sigþórsson, sem verður fyrirliði gegn Lettum á morgun, var spurður út í æfingarnar.

„Þó að við séum komnir á lokamótið þá er hann jafn íhaldssamur og hann er að halda áfram að gera þær æfingar sem eru ekki þær skemmtilegustu en virka. Við erum vel skipulagðir og það er erfitt að brjóta okkur niður," sagði Kolbeinn.

„Þú getur sagt sannleikann," sagði Lars brosandi og Kolbeinn hélt áfram. „Það er mikilvægt að taka þessar æfingar þó að þær séu ekki þær skemmtilegustu. Þó að við fáum ekki alltaf að fara í reit og spil þá er mikilvægara að fara í sóknar og varnataktík. Það hefur verið þannig undanfarin ár og við förum ekki að breyta því núna."

Lars segir að leikmenn kvarti ekki yfir æfingunum þó að þær séu ekki þær skemmtilegustu.

„Það er auðvelt að vera þjálfari þegar úrsltin eru góð. Það er erfitt að vera neikvæður þegar við erum að vinna. Við sjáum hvað gerist þegar við förum að tapa en vonandi kemur ekki að því. Pottþétt ekki," sagði Lars.
Athugasemdir
banner
banner
banner