fös 09. október 2015 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Low: Sendu langa bolta og vonuðu það besta
Joachim Löw er ekki hrifinn af leikstíl írska landsliðsins.
Joachim Löw er ekki hrifinn af leikstíl írska landsliðsins.
Mynd: Getty Images
Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, var ekki sáttur með að tapa 1-0 gegn Írlandi í næstsíðustu umferð undankeppni EM 2016 í Frakklandi.

Þjóðverjar eru sem fyrr á toppi riðilsins, aðeins einu stigi fyrir ofan Írland og Pólland sem mætast á sunnudaginn í úrslitaleik um annað sætið.

„Við bjuggumst við því að Írar myndu setja níu leikmenn fyrir aftan boltann, stundum jafnvel tíu," sagði Löw svekktur eftir tapið.

„Þeir voru í því að verjast fyrir aftan boltann og þegar þeir unnu hann þá sendu þeir langa bolta og vonuðu það besta."

Shane Long gerði eina mark Íra í leiknum sem kom eftir langa sendingu frá markverði.

„Þeir fengu eitt tækifæri til að skora á meðan við klúðruðum helling af færum og í lokin var okkur refsað.

„Við vörðumst vel gegn 99 löngum boltum en hundraðasti boltinn var einum of mikið og þeir skoruðu."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner