Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 09. október 2015 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Víkurfréttir 
Ný stjórn tekin við knattspyrnudeild Keflavíkur (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Aukaaðalfundur var haldinn í íþróttahúsi Keflavíkur í gærkvöldi þar sem ný stjórn tók við knattspyrnudeild félagsins.

Jón G. Benediktsson var sá eini sem bauð sig fram til að taka við stöðu formanns og myndar hann nýja stjórn félagsins ásamt Gunnari Oddssyni, Karli Finnbogasyni, Hermanni Helgasyni og Þorleifi Björnssyni.

Keflavík endaði langneðst í Pepsi-deild karla í sumar og ljóst að róttækar breytingar þarf að gera til að koma félaginu aftur í deild þeirra bestu á landinu.

Fyrsta verk stjórnarinnar verður að ráða nýjan þjálfara en Þorvaldur Örlygsson er talinn líklegastur til að taka við af Hauki Inga Guðnasyni og Jóhanni Birni Guðmundssyni.

Haukur Ingi og Jóhann tóku við Keflavík eftir hrikalega byrjun þar sem liðið var með eitt stig eftir sex fyrstu umferðirnar og tókst aðeins að vinna tvo leiki á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner