Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 09. október 2015 13:30
Magnús Már Einarsson
Rúrik: Eins og að vera kominn til baka í grunnskóla
Rúrik Gíslason.
Rúrik Gíslason.
Mynd: Getty Images
Rúrik Gíslason segir það vera mikinn mun að spila með Nurnberg í þýsku B-deildinni eftir að hafa verið á mála hjá FC Kaupmannahöfn í Danmörku. Aginn er mikill í Þýskalandi og Rúrik er ennþá að kynnast nýjum reglum hjá Nurnberg.

„Það eru alls konar nýjar reglur sem maður þarf að læra. Kannski hluti sem okkur Íslendingum finnst ekkert sérstakt tiltölumál, líkt og að það megi ekki sitja með krosslagða fæti á fundi og fleira í þeim dúr," sagði Rúrik í viðtali við Vísi.

„Þetta er svolítið eins og að vera kominn til baka í grunnskóla. Stundum finnst mér að það sé litið of mikið til þess hverjir fara mest eftir reglunum. Ég hef ekkert á móti því að fara eftir reglunum, ég þarf bara að læra þær fyrst.“

Rúrik hefur lítið fengið að spila að undanförnu en það er enginn uppgjafartónn í honum.

„Það væri ansi léleg saga fyrir börnin manns síðar ef maður færi að gefast upp eftir þrjá mánuði," sagði Rúrik við Visir.is.
Athugasemdir
banner
banner