Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 09. október 2015 10:41
Magnús Már Einarsson
Spila fótbolta í 12 klukkutíma - Söfnun fyrir dætur Þorsteins
Mynd: Twitter
Á morgun ætla 3. flokkur karla og 3. flokkur kvenna hjá Fylki að standa fyrir áheitasöfnum með því að spila fótbolta í 12 klukkustundir, frá kl. 12 á hádegi til miðnættis.

Flokkarnir ætla að safna peningum til styrktar ungum dætrum fyrrverandi þjálfara þeirra, Þorsteins E. Þorsteinssonar, sem lést eftir stutt veikindi þann 8. júní sl.

Allir þeir sem vilja er velkomið að koma og horfa á eða taka þátt og spila með krökkunum. Spilað verður á Fylkisvelli til kl. 18 en þá verður farið inn í Fylkishöll.

Þeir sem vilja minnast Þorsteins og styðja við dætur hans geta lagt inn á reikningsnúmer 0535-26-500305, kennitala 571083-0199.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner