Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 09. október 2015 09:00
Magnús Már Einarsson
Stóri Sam að taka við Sunderland
Sam Allaredyce.
Sam Allaredyce.
Mynd: Getty Images
Sunderland mun hefja viðræður við Sam Allardyce í dag um að taka við liðinu.

Stóri Sam hefur verið orðaður við Sunderland í vikunni eftir að Dick Advocaat var rekinn um síðustu helgi.

Allardyce hefur verið í sumarfríi á Spáni en hann hefur verið í fríi frá fótbolta síðan hann yfirgaf West Ham.

Allardyce er nú á leið til Englands til að ræða við Sunderland.

Nýr stjóri Sunderland á mikið verk fyrir höndum en liðið hefur ekki unnið leik í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner