Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 09. október 2015 16:42
Magnús Már Einarsson
Þjálfari Letta hrifinn af mörgum leikmönnum Íslands
Pahars er hrifinn af Emil Hallfreðssyni.  Hér er Pahars í baráttu við Emil í leik Íslands og Lettlands árið 2007.
Pahars er hrifinn af Emil Hallfreðssyni. Hér er Pahars í baráttu við Emil í leik Íslands og Lettlands árið 2007.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ísland er mjög skipulagt lið og allir leikmenn vita sitt hlutverk," sagði Marian Pahars landsliðsþjálfari Letta á fréttamannafundi í dag.

Pahars er hrifinn af mörgum leikmönnum í íslenska landsliðinu.

„Það er erfitt að velja einn leikmann sem er betri en aðrir en það er kannski Gylfi. Hann er topp leikmaður og skapar mikið," sagði Pahars aðspurður út í bestu leikmenn Íslands.

„Ég get haldið áfram. (Emil) Hallfreðsson, (Aron Einar) Gunnarsson, (Ari Freyr) Skúlason, það eru margir góðir leikmenn í liðinu. Sterkasta vopn Íslands er samt að liðið vinnur vel saman. Það skptir ekki máli hvort leikmennirnir séu að koma úr ensku úrvalsdeildinni eða íslensku deildinni, þeir sinna sínu starfi."

Í fyrri leiknum fyrir ári síðan hafði Ísland betur 3-0. Öll mörkin í þeim leik komu eftir að Artjoms Rudņevs fékk að líta rauða spjaldið snemma í síðari hálfleik.

„Þeir sköpuðu ekki mjög mikið af færum svo áætlun okkar gekk vel. Auðvitað er hægt að giska hvað hefði gerst ef að okkar leikmaður hefði ekki fengið rauða spjaldið en það er bara gisk og ég vil ekki giska. Heilt yfir sýndum við að við getum staðið okkur gegn þeim og við munum reyna það aftur á morgun," sagði Pahars.
Athugasemdir
banner
banner