banner
   fös 09. október 2015 21:03
Arnar Geir Halldórsson
U19: Albert Guðmundsson sá um Norður-Íra
Albert Guðmundsson eftir leik í kvöld.
Albert Guðmundsson eftir leik í kvöld.
Mynd: Raggi Óla
Ísland 2 - 0 Norður-Írland
1-0 Albert Guðmundsson (´75)
2-0 Albert Guðmundsson, víti (´90)

Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri mætti Norður-Írlandi í vináttuleik á Samsung vellinum í Garðabæ í kvöld.

Íslensku strákarnir höfðu 2-0 sigur þar sem Albert Guðmundsson, leikmaður PSV Eindhoven, gerði bæði mörk liðsins.

Fyrra mark Alberts kom á 75.mínútu þegar hann átti gott skot sem söng í netinu eftir sendingu Óttars Magnúsar Karlssonar sem er á mála hjá Ajax.

Síðara markið kom svo í uppbótartíma þar sem Albert var öryggið uppmálað á vítapunktinum og innsiglaði tveggja marka sigur Íslands.

Liðin mætast að nýju á K&G vellinum í Sandgerði á sunnudaginn klukkan 12.

Byrjunarlið Íslands í dag
Sindri Kristinn Ólafsson
Alfons Sampsted
Sindri Scheving
Axel Óskar Andrésson
Daði Bærings Halldórsson
Birkir Valur Jónsson
Viktor Karl Einarsson
Óskar Jónsson
Máni Austmann Hilmarsson
Albert Guðmundsson (F)
Jón Dagur Þorsteinsson
Athugasemdir
banner
banner
banner