Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 09. október 2015 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni EM í dag - Svíar þurfa sigur
Svíar þurfa að sigra tvo síðustu leikina, gegn botnliðum Liechtenstein og Moldavíu, til að eiga möguleika á öðru sætinu.
Svíar þurfa að sigra tvo síðustu leikina, gegn botnliðum Liechtenstein og Moldavíu, til að eiga möguleika á öðru sætinu.
Mynd: Getty Images
Næstsíðasta umferð undankeppni EM 2016 í Frakklandi er í fullu fjöri og eru níu leikir á dagskrá í þremur riðlum í kvöld.

Í C-riðli geta Spánverjar tryggt sig til Frakklands með sigri á Lúxemborg á meðan Slóvakar og Úkraínumenn þurfa sigra í baráttunni um 2. sætið.

Englendingar eru þegar búnir að tryggja sig úr E-riðli en gífurleg barátta er um þriðja sæti riðilsins þar sem Slóvenar, Eistar og Litháar eigast við.

Takist Litháum að leggja Slóvena af velli verða liðin jöfn að stigum fyrir lokaumferðina, á meðan Eistar þurfa helst sigur gegn Englendingum til að eiga ekki hættu á að missa Slóveníu of langt frá sér.

Austurríkismenn eru löngu búnir að tryggja sig upp úr G-riðli þar sem Rússar, Svíar og Svartfellingar eru í mikilli baráttu um annað og þriðja sætið.

Svíar eiga leik við smáþjóð Liechtenstein á meðan Rússar heimsækja botnlið Moldavíu og Svartfellingar fá Austurríki í heimsókn. Tapi Svartfellingar er líklegt að öll von þeirra um að komast á lokamótið sé úti.

C-riðill:
18:45 Spánn - Lúxemborg (Stöð 2 Sport 3)
18:45 Slóvakía - Hvíta-Rússland
18:45 Makedónía - Úkraína

E-riðill:
18:45 England - Eistland (Stöð 2 Sport 2)
18:45 Sviss - San Marínó
18:45 Slóvenía - Litháen

G-riðill:
18:45 Svartfjallaland - Austurríki (Stöð 2 Sport)
18:45 Moldavía - Rússland
18:45 Liechtenstein - Svíþjóð
Athugasemdir
banner