Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 09. október 2015 20:43
Arnar Geir Halldórsson
Undankeppni EM: Spánverjar komnir á EM - Sviss skoraði sjö
Spánverjar verða á EM
Spánverjar verða á EM
Mynd: Getty Images
Theo Walcott skoraði í kvöld
Theo Walcott skoraði í kvöld
Mynd: Getty Images
Zlatan klikkaði víti en bætti það upp
Zlatan klikkaði víti en bætti það upp
Mynd: Getty Images
Ríkjandi Evrópumeistarar verða með á EM í Frakklandi næsta sumar en þetta varð ljóst í kvöld þegar liðið vann 4-0 sigur á Lúxemborg. Spánverjar geta því verið rólegir fyrir lokaumferðina þegar liðið heimsækir Úkraínu sem er í hörkukeppni við Slóvakíu um annað sætið.

Í E-riðli sáu Theo Walcott og Raheem Sterling til þess að Englendingar unnu 2-0 sigur á Eistum. Á sama tíma tryggðu Svisslendingar sér annað sætið með 7-0 sigri á San Marinó þar sem Slóvenar misstu leikinn gegn Litháum niður í jafntefli á lokamínútunum.

Svíar eiga enn veika von um að komast beint inn á EM eftir 2-0 sigur á Liechteinstein í kvöld en Svíþjóð er í 3.sæti G-riðils með fimmtán stig en Rússar hafa sautján stig í 2.sæti fyrir lokaumferðina. Austurríki var búið að tryggja sér farseðil á EM fyrir kvöldið í kvöld.

Úrslit og markaskorarar kvöldsins.

C-riðill

FYR Macedonia 0 - 2 Úkraína
0-1 Yevgen Seleznyov ('59 , víti)
0-2 Artem Kravets (´86)

Slovakia 0 - 1 Hvíta-Rússland
0-1 Stanislav Drahun ('34 )
Rautt spjald:Aleksandr Martynovich, Hvíta-Rússland ('65)

Spánn 4 - 0 Luxembourg
1-0 Santi Cazorla ('42 )
2-0 Paco Alcacer ('67 )
3-0 Paco Alcacer ('80 )
4-0 Santi Cazorla (´85)

E-riðill

England 2 - 0 Eistland
1-0 Theo Walcott ('45 )
2-0 Raheem Sterling ('85 )

Slovenia 1 - 1 Lithuania
1-0 Valter Birsa ('45 , víti)
1-1 Arvydas Novikovas ('86 , víti)

Switzerland 7 - 0 San Marino
1-0 Michael Lang ('17 )
2-0 Gokhan Inler ('55 , víti)
3-0 Admir Mehmedi ('65 )
4-0 Johan Djourou ('72 , víti)
5-0 Pajtim Kasami ('75 )
6-0 Breel Embolo ('80 , víti)
7-0 Eren Derdiyok ('89 )

G-riðill

Liechtenstein 0 - 2 Svíþjóð
0-1 Marcus Berg ('18 )
0-1 Zlatan Ibrahimovic ('40 , Misnotað víti)
0-2 Zlatan Ibrahimovic ('55 )

Moldova 1 - 2 Rússland
0-1 Sergei Ignashevich ('58 )
0-2 Artem Dzyuba ('78 )
1-2 Eugeniu Cebotaru ('85 )

Svartfjallaland 2 - 3 Austurríki
1-0 Mirko Vucinic ('32 )
1-1 Marc Janko ('55 )
2-1 Fatos Beciraj ('68 )
2-2 Marko Arnautovic ('81 )
2-3 Marcel Sabitzer ('90 )
Rautt spjald:Mirko Vucinic, Svartfjallaland ('87)
Athugasemdir
banner
banner
banner