Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 09. október 2017 15:30
Magnús Már Einarsson
Ætlar að spila 45 ára á HM á næsta ári
Essam El Hadary.
Essam El Hadary.
Mynd: Getty Images
Essam El Hadary, markvörður Egyptalands, getur komist í sögubækurnar á HM í Rússlandi næsta sumar.

El Hadary er 44 ára gamall en hann verður 45 ára í janúar næstkomandi.

Egyptar tryggðu sér sæti á HM í fyrsta skipti síðan 1990 með 2-1 sigri á Kongó í gær. El Hadary er aðalmarkvörður Egypta og útlit er fyrir að hann spili á HM, 45 ára gamall!

El Hadary mun þá bæta met Faryd Mondragón sem varð elsti leikmaður í sögu HM þegar hann varði mark Kolumbíu á HM í Brasilíu fyrir fjórum árum, þá 43 ára að aldri.

„Ég hef gert nánast allt á fótboltaferlinum. Ég hef unnið 37 titla og upplifað eftirminnileg augnablik eins og sigur okkar á Ítalíu í Álfukeppninni 2009. Það eina sem vantar hjá mér er leikur á HM," sagði El Hadary í viðtali á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner