Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 09. október 2017 20:38
Fótbolti.net
Einkunnir Tryggva: Gylfi maður leiksins
Icelandair
Gylfi er maður leiksins.  Hér skorar hann fyrra mark sitt.
Gylfi er maður leiksins. Hér skorar hann fyrra mark sitt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland er á leið á HM.
Ísland er á leið á HM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tryggði sér sæti á HM í fyrsta skipti í sögunni með sigri á Kosóvó í kvöld.

Tryggvi Guðmundsson, sérfræðingur Fótbolta.net, er búinn að skila inn einkunnagjöf sinni eftir leik kvöldsins.



Hannes Þór Halldórsson 7
Hafði lítið að gera en stendur alltaf fyrir sínu.

Birkir Már Sævarsson 7
Stóð sína vakt vel að venju. Var ekki í neinu veseni.

Kári Árnason 8
Er kominn aftur inn og er alltaf eins og klettur.

Ragnar Sigurðsson 7
Klettur eins og Kári. Þeir eru eins og malt og appelsín eins og ég hef áður sagt.

Hörður Björgvin Magnússon 7
Öflugur í loftinu. Stóð sína vakt vel eins og aðrir í vörninni.

Jóhann Berg Guðmundsson 8
Farinn af stað í markaskorun og skorar annan leikinn í röð. Mikill sprengikraftur.

Aron Einar Gunnarsson 7 ('78)
Er akkerið í frábæru og samheldnu liði.

Emil Hallfreðsson 7 ('89)
Kom aftur inn í liðið og blómstraði á miðjunni.

Birkir Bjarnason 7
Á stóran þátt í seinna markinu sem tryggði farseðilinn endanlega til Rússlands.

Gylfi Þór Sigurðsson 8
Þvílíkur unaður að horfa á þennan leikmann. Mark og stoðsending.

Jón Daði Böðvarsson 7 ('61)
Duglegur og átti þátt í fyrra markinu með góðri pressu á varnarmenn Kosóvó.

Varamenn

Alfreð Finnbogason ('61) 6
Kom inn á og gerði sitt.

Sverrir Ingi Ingason ('78')
Spilaði of stutt til að fá einkunn.

Rúnar Már Sigurjónsson ('89)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.

Liðsheildin - 10
Þetta er besta íþróttalið sem Ísland hefur átt og liðsheildin verður seint toppuð. Til hamingju með sætið á HM!

Þjálfarateymið - 10
Frábær vinna innan sem utan vallar. Allt upp á 10 í einu og öllu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner