Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 09. október 2017 19:02
Ívan Guðjón Baldursson
Elísabet framlengir við Kristianstad (Staðfest)
Elísabet er búin að framlengja við Kristianstad.
Elísabet er búin að framlengja við Kristianstad.
Mynd: Kristianstad
Elísabet Gunnarsdóttir er búin að framlengja samning sinn við Kristianstad í sænska kvennaboltanum um tvö ár.

Elísabet hefur starfað hjá Kristianstad síðan 2009 og hefur stýrt aðalliðinu frá 2012.

„Það er frábært að vera búin að skrifa undir nýjan samning. Ég er mjög ánægð og stolt eftir áratug hjá félaginu," sagði Beta.

Henrik Nygren, yfirmaður íþróttamála hjá Kristianstad, er ánægður með að Elísabet hafi framlengt samninginn.

„Við hjá félaginu erum mjög ánægð með samkomulagið og erum spennt fyrir framtíðinni," sagði Henrik.

Kristianstad er um miðja efstu deild kvenna í Svíþjóð, sjö stigum fyrir ofan fallsæti og tíu stigum frá evrópusæti.
Athugasemdir
banner
banner