Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 09. október 2017 20:48
Magnús Már Einarsson
Fögnuður á Ingólfstorgi - Hefst 21:30
Icelandair
Strákarnir okkar mæta á Ingólfstorg.
Strákarnir okkar mæta á Ingólfstorg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland hefur tryggt sér sæti í lokakeppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í fyrsta sinn.

Af því tilefni verður blásið til hátíðar á Ingólfstorgi í kvöld og hefst dagskráin kl. 21.30 og nær hámarki um klukkustund síðar þegar leikmenn landsliðsins mæta á svæðið.

Salka Sól, Emmsjé Gauti, Sverrir Bergmann og Halldór fjallabróðir eru meðal listmanna sem koma fram.

Kynnir er Björn Bragi Arnarsson og DJ Margeir verður á tökkunum.

Búast má við að margir mæti til að hylla strákana. Vinsamlega farið varlega og takið tillit til þeirra sem yngri og styttri eru og forðist troðning.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner