Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
   mán 09. október 2017 21:51
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Gylfi: Væri alltaf gaman að fá lið eins og Brasilíu
,,Langþráður draumur sem lítill krakki að verða að verðuleika"
Icelandair
Gylfi fagnar marki sínu í kvöld
Gylfi fagnar marki sínu í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Bara frábær. Geðveikt að vera loksins komnir á heimsmeistaramótið. Langþráður draumur sem lítill krakki að verða að veruleika," voru fyrstu viðbrögð Gylfa Þórs Sigurðssonar eftir 2-0 sigurinn gegn Kósóvó í kvöld.

Mikil spenna var fyrir leiknum í kvöld og sat þjóðin á öndinni á meðan leiknum stóð. En íslenska liðið sýndi enn einu sinni hvað í þeim býr.

„Það var mikil eftirvænting og mikil spenna í þjóðinni en við náðum nokkuð vel að slaka almennilega á og hugsa eingöngu um leikinn sem var framundan. Við höfum verið í svipaðri stöðu, bæði út í Noregi og gegn Kasakstan. Við erum komnir með ágæta reynslu af svona leikjum.

Gylfi var frábær í leiknum í kvöld, líkt og allt liðið en hann skoraði fyrra mark Íslands og átti stoðsendingu í því síðara. Smá heppnisstimpill var yfir marki Gylfa en hann rann til þegar hann skaut á markið, en inn fór boltinn og er það sem skiptir máli.

„ Ég rann og ég veit ekki hvort ég skaut í jörðina eða vinstri löppina á mér en hann fór inn. Það var mikill léttir að sjá hann í netinu. Það tók mikla pressu af okkur. Þetta var mikilvægur tími til að skora. Skiptir ekki máli hversu fallegt það er. Getur spurt Jóa Berg. Hann skoraði ekki fallegt mark í síðasta leik en mikilvægt var það."

Strákarnir í landsliðinu ætla að fagna þessum ótrúlega áfanga í kvöld en það eru fáir hér á landi sem eiga það jafn skilið.

„Það verða fagnaðarlæti í kvöld allaveganna. Við ætlum að skemmta okkur vel og fagna þessum áfanga."

Gylfi var ekki byrjaður að hugsa mikið um heimsmeistaramótið og óskamótherja en hann nefndi þó eina þjóð sem hann væri til í að mæta.

„Það væri alltaf gaman að fá lið eins og Brasilíu."
Athugasemdir
banner
banner
banner