mán 09. október 2017 22:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir: Bjórinn er ekki góður daginn eftir
Icelandair
Leikmenn Íslands fagna í kvöld.
Leikmenn Íslands fagna í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, sat fyrir svörum á blaðamannafundi, ásamt þjálfarateymi sínu, í kvöld.

Ísland er komið á HM í fyrsta sinn í sögunni.

Það eru ekki endilega margir sem hefðu trúað þessu, sérstaklega eftir að EM lauk í fyrra. Þá hætti Lars Lagerback sem þjálfari liðsins og Heimir tók við einn sem aðalþjálfari.

Heimir bjóst við því að það yrði erfitt að byrja upp á nýtt eftir EM.

„Ég hélt að það yrði erfiðast að byrja upp á nýtt. Bjórinn er oft ekki góður daginn eftir partý," sagði hann.

„Þetta var rosaleg veisla fyrir Íslendinga."

„Við lendum líka í mjög erfiðum riðli, með fjórum liðum sem voru á EM, en við náðum samt úrslitum."

Heimir var líka spurður á fundinum hvort hann væri stoltur af afrekinu, að komast á HM.

„Er ég stoltur. Auðvitað er ég stoltur," sagði hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner