Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 09. október 2017 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir ekki á leið til Englands strax - „Er í besta starfinu"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og áður hefur komið fram mætti Stan Collymore, fyrrum leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, á blaðamannafund Íslands í kvöld.

Ísland tryggði sér sæti á HM í fyrsta sinn með því að vinna Kosóvó 2-0 á pakkfullum Laugardalsvelli.

Collymore fékk síðustu spurningu kvöldsins. Hann talaði um það að Heimir myndi örugglega fá tilboð frá Englandi eftir þennan magnaða árangur. Hann spurði síðan hvort það yrði freistandi fyrir Heimi að yfirgefa íslenska landsliðið og taka við ensku liði.

„Auðvitað, ég hef metnað eins og allir aðrir," sagði Heimir.

„En í augnablikinu er ég þjálfari Íslands og er á leið á HM. Ég held að það sé ekki betra starf í fótboltanum en þetta starf."

Ensk lið þurfa því að bíða aðeins eftir Heimi.

Sjá einnig:
Segja að Heimir sé besti landsliðsþjálfari í heimi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner