mán 09. október 2017 22:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir: Lars er hetjan mín
Icelandair
Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson.
Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson segir að lykilatriðið í þessum árangri Íslands sé samvinna, það sé númer eitt, tvö og þrjú.

„Þetta er svo mikil hópvinna, þeir eiga svo ótrúlega stóran þátt í þessu. Það er enginn einn sem gerir eitthvað svona, þó ég eigi kannski lokaorðið þegar við erum búnir að rífast í klukkutíma. Þetta er ofboðslega mikil samvinna."

„Við getum bara unnið stjórar þjóðir með því að vinna saman," sagði Heimir á blaðamannafundi í kvöld.

„Ég veit um fólk sem er rosalega stolt af mér en ég og aðrir vitum hvað Lars (Lagerback) gaf okkur. Hann hefur náttúrulega 30-40 ára reynslu, hann á stóran þátt í þessum árangri."

Heimir var síðan spurður út í það að af erlendum blaðamanni hver það væri sem hann liti upp til í fótboltaheiminum.

„Ég dáist að mörgum. Það er samt auðveldast að benda á Lars Lagerback. Það sem hann kenndi mér er eitthvað sem ég get ekki lært með því að lesa bækur."

„Að því leyti er hann hetjan mín, hann hefur kennt mér svo mikið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner