Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 09. október 2017 18:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Helgi útskýrir breytinguna: Viljum meiri stöðugleika á miðjuna
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var nú engin ástæða til að breyta en við gerum samt eina breytingu," sagði Helgi Kolviðsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, í viðtali hjá RÚV fyrir leikinn gegn Kosóvó í kvöld.

Emil Hallfreðsson kemur inn í byrjunarliðið fyrir Alfreð Finnbogason, en Ísland fer aftur í 4-2-3-1.

Sjá einnig:
Byrjunarlið Íslands - Emil kemur aftur inn

„Emil kemur inn í staðinn fyrir Alfreð og Gylfi færist meira upp," segir Helgi. „Við viljum meiri stöðugleika á miðjunni, þeir eru með sína hættulegu menn þar."

„Fyrir utan það viljum við fá boltann svo við getum dreift honum á kantana og skiptingu. Á meðan við erum þéttari á miðjunni er meira frálsræði fyrir okkar kantmenn svo þeir geti leitað inn í þau hættusvæði sem við vonumst til að fá."

Helgi segir að það sé meira stress í þjálfarliðinu en leikmönnunum, en viðtalið við hann er hér að neðan.




Fótbolti.net er með alla anga úti í umfjöllun um leikinn gegn Kosóvó og hægt er að fylgjast með bak við tjöldin á samskiptamiðlum okkar, þar á meðal Fotboltinet á Snapchat.

Leikurinn verður í beinni textalýsingu hérna

Staðan? Skoðaðu möguleikana í riðli Íslands

Smelltu hér til að sjá líkegt byrjunarlið

Með því að smella hér má hlusta á ítarlega upphitun fyrir leikinn úr útvarpsþættinum



Athugasemdir
banner
banner
banner