Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 09. október 2017 20:43
Magnús Már Einarsson
Ísland langfámennasta þjóðin á HM frá upphafi
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tryggði sér í kvöld sæti á HM í fótbolta í fyrsta skipti. Ísland er langfámennasta þjóðin frá upphafi til að ná sæti á HM.

Trinidad & Tobago átti fyrra metið á HM árið 2006.

1,3 milljón manna býr á Trinidad & Tobago á meðan Íslendingar eru í kringum 330 þúsund.

Fámennustu þjóðirnar á HM
1. Ísland árið 2018 (330 þúsund manns)
2. Trinidad&Tobago árið 2006 (1,3 milljón)
3. Norður-Írland árin 1958, 1982 og 1986 (1,8 milljón)
4. Slóvenía 2002 og 2010 (2 milljónir)
5. Jamaíka árið 1998 (2,9 milljónir)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner