Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 09. október 2017 15:15
Elvar Geir Magnússon
Lagerback segir að Ödegaard sé mjög nálægt norska landsliðshópnum
Ödegaard er farinn að ná sér á strik.
Ödegaard er farinn að ná sér á strik.
Mynd: Getty Images
Lars Lagerback, landsliðsþjálfari Noregs, segir að Martin Ödegaard sé mjög nálægt því að komast í norska landsliðshópinn.

Þessi 18 ára leikmaður var eftirsóttasti táningur heimsfótboltans þegar Real Madrid keypti hann. Hann hefur ekki staðið undir væntingum en er loksins að sýna gæði sín.

Hann hefur farið vel af stað með Heerenveen í Hollandi þar sem hann er á lánssamningi. Hann er þar byrjunarliðsmaður á hægri vængnum í þriggja manna sóknarlínu og hefur leikið vel.

Real Madrid fylgist vel með stráknum og er mikil ánægja innan félagsins með það að Ödegaard sé loksins að ná að beisla hæfileika sína.

Joachim Baardsen, blaðamaður hjá VG í Noregi, segir að það yrði hrikalega erfitt að velja hann ekki í norska landsliðið ef hann heldur áfram á sömu braut.

„Lars Lagerback segir að hann sé að banka fast á dyrnar. Lagerback vill samt frekar velja líkamlega sterka leikmenn í 4-4-2 leikkerfi sitt svo kannski hentar A-landsliðið Ödegaard ekki mjög vel núna," segir Baardsen.

Áður en Ödegaard var sendur á lán til Heerenveen hafði hann leikið 62 leiki fyrir B-lið Real Madrid og skorað aðeins fimm mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner