Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   mán 09. október 2017 20:55
Magnús Már Einarsson
Shaka Hislop ekki svekktur - Samgleðst Íslendingum
Icelandair
Shaka Hislop í leik með Trinidad & Tobago.
Shaka Hislop í leik með Trinidad & Tobago.
Mynd: Getty Images
Shaka Hislop, fyrrum markvörður Trinidad & Tobago, segir á Twitter í kvöld að hann samgleðjist Íslandi að vera núna fámennasta þjóðin til að tryggja sér sæti á HM.

1,3 milljónir manns eru frá Trinidad & Tobago en Hislop varði mark liðsins á HM í Þýskalandi árið 2006.

Þegar Ísland var nálægt því að komast á HM í Brasilíu árið 2014 lét Hislop hafa eftir sér að hann yrði svekktur ef Trinidad & Tobago myndi missa metið.

Hislop var á öðru máli þegar hann svaraði Bjarka Frey Guðmundssyni, fyrrum markverði Keflavíkur og ÍA, á Twitter í kvöld.

„Ég er ánægður fyrir ykkar hönd...þetta var gaman á meðan því stóð. :-)," sagði Hislop meðal annars á Twitter.

Hislop lék á sínum tíma með Newcastle, West Ham og Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni en hér að neðan má sjá færslu hans á Twitter.



Athugasemdir
banner
banner