Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 09. október 2017 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Styrkleikaflokkarnir í umspilinu: Króatía gæti mætt Ítalíu eða Portúgal
Króatía gæti lent í erfiðum umspilsleik nái Svíar jafntefli gegn Hollendingum.
Króatía gæti lent í erfiðum umspilsleik nái Svíar jafntefli gegn Hollendingum.
Mynd: Getty Images
Það eru aðeins þrír riðlar sem eiga eftir að klárast í undankeppni Evrópuþjóða fyrir HM á næsta ári.

Ísland er eitt af þeim sjö landsliðum sem eru búin að tryggja sig á HM, en enn er verið að berjast um toppsætin í A- og B-riðli.

Þau níu lið sem enda í öðru sæti sinna riðla keppast um að fá umspilssæti, þar sem átta stigahæstu liðin fara í umspil og það níunda situr eftir með sárt ennið.

Fjögur stigahæstu liðin fara saman í styrkleikaflokk og fjögur stigaminnstu fara saman í flokk og verða liðin dregin gegn hvorum öðrum, líkt og gerðist þegar Ísland var dregið gegn Króatíu í umspili fyrir HM 2014.

Ljóst er að Slóvakía er liðið sem situr eftir með sárt ennið í níunda sæti, og ljóst er að annað hvort Portúgal eða Sviss endar í efsta sæti umspilslistans, með Ítalíu í öðru sæti.

Danir eru öruggir um að enda í efri hlutanum og er eina spurningamerkið hvort Króatía eða Svíþjóð endi ofar, en Svíar heimsækja Hollendinga í lokaumferðinni og nægir stig til að komast yfir Króatíu.

Styrkleikaflokkur 1
Portúgal/Sviss
Ítalía
Danmörk
Króatía/Svíþjóð

Styrkleikaflokkur 2
Króatía/Svíþjóð
Norður-Írland
Grikkland
Írland
Athugasemdir
banner
banner
banner