Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   mán 09. október 2017 18:13
Brynjar Ingi Erluson
Tómas Meyer: Þetta mun fara nákvæmlega eins og við viljum að þetta fari
Icelandair
Tómas Meyer
Tómas Meyer
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Það er mikil rigning á höfuðborgarsvæðinu í augnablikinu en það stöðvaði þó ekki mikla stemningu fyrir utan Laugardalsvöllinn. Það var því tilvalið að taka viðtal við sparkspekinginn Tómas Meyer.

Tómas er vel kunnugur innan fjölmiðlageirans en hann hefur starfað fyrir Stöð 2 Sport, Sport TV og Fótbolta.net svo eitthvað sé nefnt en hann hefur tekið að sér að taka viðtöl fyrir vefinn síðustu ár.

Hann var í stuði fyrir utan Laugardalsvöll þegar undirritaður náði tali af honum. Hann er bjartsýnn á að hagstæð úrslit náist í kvöld.

„Ég spái góðum sigri í kvöld. Ég segi ekki að þetta verði þægilegt, þeir þurfa að hafa fyrir þessu en tilfinningin mín er sú að þessir strákar eru búnir að sýna okkur mögnuð tvö ár og þeir klára þetta bara. Þegar þeir þurfa að gera eitthvað þá gera þeir það," sagði Tómas við Fótbolta.net.

Heimir Hallgrímsson, þjálfari landsliðsins, gerir eina breytingu á liðinu en Emil Hallfreðsson kemur inn fyrir Alfreð Finnbogason og Ísland spilar 4-5-1.

„Ég vissi að Emil myndi koma inn en fyrir hvern var ég ekki tilbúinn að tippa á. Þetta eru hálfgerðir Króatar eða gamlir júggar og það verður að koma í ljós."

Það er rigning í Laugardalnum en hann segir það ekki skipta miklu, það sé toppfótboltaveður.

„Alveg eins hjálpar það þeim líka en ég held að það stytti upp. Það er klukkutími í leik. Toppfótboltaveður og þetta verður bara gaman, fólk er að streyma inn og ég hlakka bara til."

Það er þegar byrjað að undirbúa það að Ísland tryggi sæti sitt á HM. Ingólfstorgið verður klárt og þá er búið að undirbúa teiti fyrir landsliðsmennina eftir leikinn.

„Þetta er svolítið hættulegt en nei veistu það ég held að þetta mun fara nákvæmlega eins og við viljum að þetta fari. Þess vegna er ég mættur."

„Sá árangur var náttúrlega frábær og þá stærsti frá upphafi en þetta er miklu stærra. Þegar við förum þá erum við að fara á stærsta íþróttaviðburð í heimi. Æji ég er ekki kominn svona langt, núna verður þú að spyrja mig um Framsóknarflokkinn."


Tómas er að fara á leikinn ásamt syni sínum sem er jafnframt nafni hans en þeir eru spenntir.

„Við ætlum að njóta okkar hérna og fyrsti landsleikurinn okkar saman. Ég skammast mín fyrir það, hann er 9 ára guttinn en loksins erum við að fara saman," sagði Tómas Meyer ennfremur.

Tómas yngri er jafn spenntur og pabbi sinn og spáir því að Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson loki dæminu í kvöld.

„Gylfi og Jóhann Berg skora," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner