Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 09. nóvember 2017 22:28
Ívan Guðjón Baldursson
Chiellini: Pep er að skemma ítalska varnarleikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Manchester City, undir stjórn Pep Guardiola, hefur átt frábært tímabil hingað til. Félagið trónir á toppi ensku Úrvalsdeildarinnar og á toppi riðils í Meistaradeildinni með Napoli, Shakhtar Donetsk og Feyenoord.

Man City heimsótti Napoli, sem er á toppi ítölsku deildarinnar, og vann með fjórum mörkum gegn tveimur.

Ítalski varnarjaxlinn Giorgio Chiellini segist ekki vera hissa á markaskorun Man City gegn Napoli. Hann telur tiki-taka hugmyndafræðina sem Pep gerði vinsæla vera að eyðileggja ítalskan varnarleik.

„Guardiolismi er búinn að skemma ítalskan varnarleik," sagði Chiellini við Tuttosport.

„Ítalskar varnir kunna að skipuleggja sig en þær kunna ekki að dekka þessa ofur hreyfanlegu sóknarmenn.

„Markaskorun í ítalska boltanum hefur aukist til muna síðustu ár bara vegna vinsælda tiki-taka leikstílsins. Við erum ekki sérlega góðir að spila tiki-taka, við erum ekki með það í blóðinu."

Athugasemdir
banner
banner
banner