Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 09. nóvember 2017 15:30
Magnús Már Einarsson
Elísabet: Eðlilegt að kona borgi hálfa milljón fyrir BigMac
Elísabet Gunnarsdóttir.
Elísabet Gunnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni, var í áhugaverðu viðtali í Akraborginni á X-inu í gær.

Þar ræddi hún meðal annars muninn á peningum í karlafótbolta og kvennafótbolta. Slík umræða hefur verið hávær í Svíþjóð undanfarið en mikla athygli vakti þegar engin sænsk sjónvarpsstöð vildi sýna leik Rosengård í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

„„Það segir svo mikið um þessa vitleysu. Þetta er algjör þvæla,“ sagði Elísabet Í Akraborginni.

„Ég skal koma með skemmtilega samlíkingu. Ég var á fyrirlestri í fyrradag hjá fyrrveranda framkvæmdastjóra Rosengård. Hann hefur átt í miklu stríði við UEFA hvað varðar þessa Meistaradeildarpeninga. Hann kom með mjög skemmtilegan samanburð á því sem UEFA finnst eðlilegt og þá erum við að tala um muninn á peningunum sem fara í styrki til félaganna sem taka þátt í Meistaradeildinni. Út frá þeim samanburði er eðlilegt að karlmaður borgi 45 sænskar krónur fyrir BigMac og kona borgi 42.000 sænskar krónur, eða hálfa milljón íslenskar."

„Ef þetta á að vera munurinn á milli kynjanna er vandamálið stórt. Og það byrjar hjá UEFA og FIFA. Það er fullt af peningum til staðar en þeir hafa valið að setja þá nánast að öllu leyti karlamegin. Ég mun aldrei segja að það eigi að vera jafnt í öllu. Það er allt önnur innkoma á karlaleikjum í Meistaradeildinni en það er svakalegur munur að fá ekkert eða brjálæðislega mikið.“


Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.


Athugasemdir
banner
banner