Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 09. nóvember 2017 23:02
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Vísir 
Esther, Ólína og Aníta allar í úrslitakeppnina
Esther Rós varð bikarmeistari með Blikum í fyrra.
Esther Rós varð bikarmeistari með Blikum í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Esther Rós Arnarsdóttir, Ólína Sif Einarsdóttir og Aníta Sól Ágústsdóttir unnu allar til verðlauna í úrslitakeppni NCAA keppninnar, þar sem háskólalið mætast.

Stúlkurnar eru á bilinu 20 til 21 árs og eiga framtíðina fyrir sér í boltanum.

Esther hefur leikið fyrir Breiðablik, Fjölni og ÍBV á Íslandi, en lið hennar í háskólaboltanum er San Diego State, sem vann sína deild og tekur þar af leiðandi þátt í úrslitakeppninni.

Ólína Sif og liðsfélagar hennar í Missouri State unnu Missouri Valley mótið og komust þannig í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í 17 ár. Ólína á 69 leiki að baki fyrir Tindastól í meistaraflokki.

Aníta Sól vann sína deild með South Alabama og lék Skagamærin stórt hlutverk á sínu fyrsta ári í háskóla.

Stelpurnar þrjár fengu allar skólastyrk í gegnum Soccer and Education USA, sem hjálpar ungum íslenskum knattspyrnumönnum að fá námsstyrki í bandarískum háskólum.

Þá er Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, leikmaður Breiðabliks, einnig á leið í úrslitakeppnina með UCF, en er ekki þar á vegum Soccer and Education USA.
Athugasemdir
banner
banner