banner
   fim 09. nóvember 2017 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hefur engar áhyggjur af Lukaku
Lukaku er að ganga í gegnum markaþurrð.
Lukaku er að ganga í gegnum markaþurrð.
Mynd: Getty Images
Sóknarmanninum Romelu Lukaku hefur ekki tekist að skora í undanförnum leikjum Manchester United. Eftir magnaða byrjun með rauðu djöflunum hefur aðeins hægst á honum.

Hans síðasta mark fyrir United kom gegn Crystal Palace á Old Trafford þann 30. september.

Nú er Lukaku kominn til móts við belgíska landsliðið og þar hefur landsliðsþjálfarinn Robert Martinez engar áhyggjur. Martinez vann með Lukaku hjá Everton og þekkir hann inn og út.

„Ég þekki Romelu gríðarlega vel," sagði Martinez þegar hann var spurður út í framherjann á blaðamannafundi í gær.

„Ég hef engar áhyggjur. Hann þarf bara að halda áfram að njóta þess að spila fótbolta og vera hann sjálfur."

„Það hefur ekkert breyst hjá honum, hann hefur enn óbilandi trú á sjálfum sér," sagði Martinez.
Athugasemdir
banner
banner
banner