Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 09. nóvember 2017 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Januzaj: Fólk verður að treysta Moyes
Moyes er tekinn við West Ham.
Moyes er tekinn við West Ham.
Mynd: Getty Images
Adnan Januzaj, leikmaður Real Sociedad, segir að fólk eigi að treysta því að David Moyes muni ná árangri með West Ham.

Moyes var ráðinn til West Ham eftir að Slaven Bilic var rekinn á mánudag. Moyes mun stýra Lundúnaliðinu út tímabilið.

Stuðningsmenn West Ham eru flestir nokkuð áhyggjufullir vegna ráðningu Moyes þar sem hann hefur ekki staðið sig vel í síðustu störfum sínum. Síðast var hann stjóri Sunderland á en hann hætti þar eftir að liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni.

Januzaj segir að fólk verði að treysta Moyes.

„Hann er góður stjóri," sagði Januzaj, en hann fékk sinn fyrsta séns hjá Manchester United undir stjórn Moyes.

„Ég er ánægður fyrir hans hönd þar sem þetta er gott og spennandi starf, ég vona að allt gangi vel hjá honum."

„Hann vill spila góðan fótbolta. Það er ekki alltaf auðvelt og það veltur á hópnum sem hann hefur. Fólk verður að treysta honum."
Athugasemdir
banner
banner