Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 09. nóvember 2017 21:13
Lilja Dögg Valþórsdóttir
Óli: Ekki mikið sem kom okkur á óvart
Óla fannst sitt lið eiga meira skilið útúr leiknum í kvöld
Óla fannst sitt lið eiga meira skilið útúr leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
“Þetta var bara virkilega svekkjandi, að fá ekki meira útúr þessum leik. Mér fannst við eiga skilið að fá meira útúr þessu og við sköpuðum okkur færin til þess þannig að ég er frekar vonsvikinn,” sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir svekkjandi tap í kvöld gegn liði Slavia Prag frá Tékklandi í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  2 Slavia Prag

Var eitthvað sem kom ykkur á óvart í þeirra leik?

“Nei það var nú ekki mikið sem kom okkur á óvart. Við vorum búin að sjá þær spila og vissum hvað þær væru duglegar að pressa hátt og hraðann á þeim í pressunni og hvað þær opnuðu sig til baka. Það gekk ágætlega það sem við vorum að plana með en við kláruðum ekki færin okkar og svo er náttúrulega fúlt að fá þessi mörk á sig. En við vorum að spila við virkilega gott lið, við neitum því ekkert, og þær voru meira með boltann og við ætluðum að liggja til baka og reyna að loka svæðunum okkar og halda hreinu í þessum leik en því miður tókst það ekki.”

Heldurðu að þú munir breyta upplegginu fyrir leikinn úti?

“Það er ljóst að við þurfum að skora 2 mörk þarna úti og við förum út til þess. En við þurfum líka að passa markið okkar þannig að 1 mark fyrir þær gerir þetta svolítið erfitt.”

Þið náið að jafna en fáið svo mark á ykkur beint í kjölfarið, fóruði kannski aðeins fram úr ykkur?

“Það kemur oft svona 'moment', eins og þú segir, eftir að mark er skorað, menn svona aðeins værukærir og hættulegustu mínúturnar eru fyrstu 2, 3, 4 eftir mark og við féllum í þá gildru núna og það er náttúrulega súrt. En það er bara reynsla fyrir okkur og við erum að spila á þessum stað í keppninni í fyrsta skipti á móti liði í þessum styrkleika og bara frábær reynsla fyrir þennan hóp. Og mér fannst liðið standa sig vel og standa vel undir því.”

Viðtalið við Óla má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner