Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 09. nóvember 2017 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pirlo: Takk allir fyrir ástina og hlýjuna
Pirlo hefur lagt skóna á hilluna.
Pirlo hefur lagt skóna á hilluna.
Mynd: Getty Images
Andrea Pirlo er þakklátur fyrir allar kveðjurnar sem hann hefur fengið eftir að hann tilkynnti að hann væri hættur í fótbolta.

Pirlo tilkynnti það á mánudag að hann væri búinn að leggja skóna á hilluna frægu eftir mjög farsælan feril.

Í gær birti hann tíst þar sem hann þakkaði fyrir kveðjurnar sem hann hefur fengið frá fólki undanfarna daga.

„Ég vil þakka ykkur öllum fyrir hlýjuna og ástina sem þið hafið sýnt mér. Ég bjóst aldrei við þessu. Ég er mjög stoltur og ánægður. Enn og aftur, Takk fyrir," skrifar hann á Twitter.

Pirlo endaði feril sinn með New York City FC í Bandaríkjunum en hann spilaði einnig Brescia, Inter, AC Milan og Juventus á ferlinum. Meðal verðlauna sem hann vann eru HM og Meistaradeildin.



Athugasemdir
banner
banner
banner