Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 09. nóvember 2017 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
U21 í dag - Ísland gegn Spánverjum
Mynd: Raggi Óla
Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri leikur í dag gegn ógnarsterku liði Spánverja í undankeppni EM 2019.

Ísland hefur hingað til spilað þrjá leiki og unnið einn, tapað einum og gert eitt jafntefli, en það kom síðast út í Albaníu.

Í dag er verkefnið Spánn. Í hópi Spánverja eru margir mjög hæfileikaríkir leikmenn. Í hópnum eru m.a. Jesus Vallejo, varnarmaður Real Madrid, Carlos Soler, miðjumaður Valencia, Dani Ceballos, miðjumaður Real Madrid og liðsfélagi hans, Borja Mayoral.

Ljós er að strákarnir í íslenska liðinu þurfa að eiga magnaðan leik gegn þessu mjög öfluga liði sem Spánn hefur.

Spánn hefur unnið báða þá leiki sem liðið hefur spilað.

Leikurinn hefst 18:30 að íslenskum tíma, en hann er í Murcia á Spáni.

Leikur dagsins:
18:30 Spánn - Ísland
Athugasemdir
banner
banner
banner