Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 09. nóvember 2017 10:00
Magnús Már Einarsson
Umboðsmaður bauð Mikel skjalatösku fulla af peningum
John Obi Mikel.
John Obi Mikel.
Mynd: Getty Images
John Obi Mikel, fyrrum miðjumaður Chelsea og núverandi leikmaður Tianjin TEDA í Kína, segir að umboðsmaður hafi boðið sér umslag með 70 þúsund dollurum (7,3 milljónum króna) eftir góða frammistöðu með U17 ára landsliði Nígeríu á HM á sínum tíma.

„Umboðsmenn lofuðu mér ölllu fögru. Einn kom til mín á hótel með skjalatösku fulla af peningum," sagði hinn þrítugi Mikel.

„Ég man ekki fyrir hvaða félag hann starfaði en ég man eftir skjalatöskunni."

„Hún var full af peningum, 70 þúsund dollurum, og hann bauð mér að fá töskuna fyrir að skrifa undir samning. Hann sagði 'skrifaðu undir hér og svo færðu mun meira."


Obi Mikel var á mála hjá Lyn í Noregi en hann samdi síðan við Manchester United árið 2005. Obi Mikel snerist hugur á endanum og hann fór til Chelsea árið 2006.
Athugasemdir
banner
banner