Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 09. nóvember 2017 11:35
Magnús Már Einarsson
Umspilið skiptir miklu máli fyrir Ísland upp á dráttinn fyrir HM
Icelandair
Mynd: Anna Þonn
Það ræðst á næstu dögum hvort að Ísland verði í öðrum eða þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir HM í Rússlandi þann 1. desember næstkomandi.

Síðustu lausu sætin á HM ganga út á næstu dögum þegar leikið er í umspili. Af fimm leikjum í umspili þarf Ísland að treysta á að þrjú eða fleiri úrslit falli liðinu í hag. Ef það gerst verður Ísland í öðrum styrkleikaflokki en ekki þriðja.

„Það eru fimm umspilsleikir sem skipta okkur máli. Það þurfa þrír leikir að fara þannig að liðið sem er neðar á styrkleikalistanum vinni. Þá verðum við í 2. styrkleikaflokki fyrir HM," sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari við Fótbolta.net í dag.

„Það setur nýtt krydd í þessa leiki að halda með þeim sem eru neðar á FIFA listanum," bætti Heimir við en er hann bjartsýnn á að að takist?

„Það er allt mögulegt í þessum fótbolta. Þetta verða allt jafnir leikir en líklega munu liðin í efri sætunum vinna. Tölfræðin segir okkur það."

Hér að neðan má sjá leikina sem skipta Ísland máli en innan sviga er sætið á styrkleikalistanum. Þrjú af fimm feitletruðu liðunum þurfa að vinna til að Ísland nái að enda í 2. styrkleikaflokki.

Leikirnir í umspili
Króatía (18) - Grikkland (47)
Norður-Írland (23) - Sviss (11)
Danmörk (19) - Írland (26)
Svíþjóð (25) - Ítalía (15)
Nýja-Sjáland (122) - Perú (10)
Heimir: Hægt að hrista hópinn saman á annan hátt en á fótboltavellinum
Athugasemdir
banner
banner
banner