Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 09. desember 2013 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Daily Mail 
Steven Gerrard frá í sex vikur
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard verður frá í allt að sex vikur eftir að hafa meiðst í 4-1 sigri Liverpool á West Ham.

Gerrard bað um skiptingu eftir skottilraun og hafði þá orsakað meiðslin í skotinu.

Þetta eru slæm tíðindi fyrir Brendan Rodgers og félaga hjá Liverpool sem eru þegar án Daniel Sturridge.

Gerrard mun missa af leikjum gegn Tottenham, Manchester City og Chelsea og gæti misst af allt að sjö leikjum.

,,Þetta verður erfitt en við ætlum að einbeita okkur að fyrsta leiknum gegn Tottenham," sagði Glen Johnson, hægri bakvörður Liverpool.

,,Við erum alltaf að hugsa um að komast í titilbaráttuna en eina sem við getum gert er að næla okkur í sem flesta sigra.

,,Ef við vinnum leikina þá þurfum við ekki að gera neitt annað og þetta sér um sig sjálft.

,,Við munum sakna Stevie. Hvaða lið sem er myndi sakna hans. En við erum með gott lið og ef við byrjum að skora meira á útivelli þá erum við í góðum málum."

Athugasemdir
banner
banner