Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. desember 2014 17:05
Elvar Geir Magnússon
Meistaradeildin
Meistaradeildin í beinni: Fylgst með öllum leikjum
Það má búast við mikilli spennu í Meistaradeildinni.
Það má búast við mikilli spennu í Meistaradeildinni.
Mynd: Getty Images
Notaðu kassamerkið #fotboltinet á Twitter
Notaðu kassamerkið #fotboltinet á Twitter
Mynd: Getty Images
Í kvöld og annað kvöld verða lokaumferðir riðlakeppni Meistaradeildarinnar og ætlum við að fylgjast með gangi mála í öllum leikjunum í beinni textalýsingu.

Smelltu hér til að fara í textalýsinguna

Aðalleikurinn er viðureign Liverpool og Basel í B-riðli en þarna er um að ræða hreinan úrslitaleik þar sem Basel dugir jafntefli.

Við skulum líta á leiki kvöldsins sem allir hefjast 19:45:

A-riðill:
Juventus - Atletico Madrid
Olympiakos - Malmö

Altletico er komið í 16-liða úrslitin og þarf stig til að vinna riðilinn. Juventus dugir stig til að vera öruggt áfram en Olympiakos þarf sigur og treysta á tap Ítalíumeistarana.

B-riðill:
Liverpool - Basel
Real Madrid - Ludogorets

Real Madrid hefur unnið riðilinn en Liverpool og Basel mætast í úrslitaleik um að fylgja spænska liðinu áfram. Basel nægir jafntefli.

C-riðill:
Benfica - Bayer Leverkusen
Monaco - Zenit

Leverkusen er komið áfram en þarf sigur til að tryggja sér efsta sætið. Monaco má ekki tapa ef liðið ætlar sér áfram en Zenit þarf á sigri að halda til að komast áfram. Zenit ná efsta sæti með sigri ef Leverkusen tapar.

D-riðill:
Dortmund - Anderlecht
Galatasaray - Arsenal

Dortmund og Arsenal eru komin áfram. Jafntefli dugir Dortmund til að tryggja sér toppsætið. Til að ná efsta sætinu þarf Arsenal að vinna sinn leik og treysta á tap þýska liðsins.

Smelltu hér til að fara í textalýsinguna
Athugasemdir
banner
banner