Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 09. desember 2014 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Barcelona vill fá að kaupa leikmann utan glugga
Mynd: Getty Images
Thomas Vermaelen, varnarmaður Barcelona, verður frá næstu fjóra mánuði vegna meiðsla.

Spænska félagið vill því fá að kaupa varnarmann utan félagsskiptagluggans sem neyðarúrræði og hafa Börsungar sótt um leyfi til þess.

Ólíklegt er að FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandið, samþykki þessa beiðni Barca sem er þegar í viðskiptabanni.

Börsungar geta lítið gert í málinu og vonast til að áfrýjun félagsins gegn viðskiptabanninu gangi upp svo félagið geti styrkt sig í janúarglugganum.
Athugasemdir
banner
banner