Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 09. desember 2014 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Beckenbauer: Vélmenni munu sjá um að dæma í framtíðinni
Beckenbauer býst ekki við að vera á lífi þegar þróunin nær nýjum hæðum.
Beckenbauer býst ekki við að vera á lífi þegar þróunin nær nýjum hæðum.
Mynd: Getty Images
Franz Beckenbauer segist búast við að vélmenni taki að sér störf dómara í framtíðinni.

Þjóðverjinn, sem er heiðursforseti hjá FC Bayern, tjáði sig um tækninýjungar í knattspyrnuheiminum eftir að innleiðsla marklínutækni í þýska boltann var samþykkt.

,,Við lifum á algjörri tækniöld, allt snýst um tækni og við vitum öll að þetta mun ekki enda með marklínutækninni," sagði Beckenbauer við Sky90.

,,Á einhverjum tímapunkti munum við ekki þarfnast dómara lengur. Vélmenni munu fylgjast með öllu sem gerist á vellinum.

,,Ég held að þetta verði framtíðin, ég verð líklega ekki á lífi þegar þessar breytingar munu eiga sér stað en þá verða önnur gamalmenni uppi til að berjast gegn þeim."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner