Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 09. desember 2014 13:00
Magnús Már Einarsson
Diego dreymir um að spila fyrir Ísland
Diego Jóhannesson (21) spilar með Real Oviedo
Diego í leik með Real Oviedo.
Diego í leik með Real Oviedo.
Mynd: Úr einkasafni
Hinn 21 árs gamli Diego hefur átt heima á Spáni allt sitt líf.
Hinn 21 árs gamli Diego hefur átt heima á Spáni allt sitt líf.
Mynd: Úr einkasafni
,,Ég fór síðast til Íslands fyrir tæpu ári.  Þegar ég var yngri fór faðir minn með okkur bræðurnar til Íslands.  Ég kann mjög vel við landið.
,,Ég fór síðast til Íslands fyrir tæpu ári. Þegar ég var yngri fór faðir minn með okkur bræðurnar til Íslands. Ég kann mjög vel við landið.
Mynd: Úr einkasafni
Diego spilaði við Alfreð Finnbogason í síðustu viku.
Diego spilaði við Alfreð Finnbogason í síðustu viku.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég ætla að halda áfram að bæta mig dag frá degi og ná eins langt og ég mögulega get.  Ég vona að í framtíðinni geti ég spilað með Real Oviedo í fyrstu deild og mig dreymir líka um að spila einhverntímann með íslenska landsliðinu.
,,Ég ætla að halda áfram að bæta mig dag frá degi og ná eins langt og ég mögulega get. Ég vona að í framtíðinni geti ég spilað með Real Oviedo í fyrstu deild og mig dreymir líka um að spila einhverntímann með íslenska landsliðinu.
Mynd: Úr einkasafni
Real Oviedo er þessa dagana á toppnum í spænsku C-deildinni og í síðustu viku gerði liðið markalaust jafntefli við Real Sociedad í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum spænska konungsbikarsins.

Alfreð Finnbogason spilaði þann leik með Real Sociedad en það sem fæstir vita er að annar Íslendingur spilaði einnig leikinn með liði Oviedo. Um er að ræða hinn 21 árs gamla Diego Jóhannesson sem hefur unnið sér sæti í aðalliði Oviedo á þessu tímabili.

Jón Már Jóhannesson, faðir Diego, er frá Íslandi og hann er því íslenskur í aðra ættina.

,,Faðir minn bjó á Spáni en flutti aftur til Íslands fyrir tveimur árum vegna vinnu ásamt bróður mínum Cristian. Þeir eru að vinna á Íslandi og búa í Kópavogi. Allt frændfólk mitt sem og amma og afi í föðurætt eru búsett á Íslandi," sagði Diego í einkaviðtali við Fótbolta.net.

Hefur oft heimsótt Ísland
Diego hefur búið á Spáni alla sína ævi en hann hefur komið til Íslands í heimsókn af og til.

,,Ég fór síðast til Íslands fyrir tæpu ári. Þegar ég var yngri fór faðir minn með okkur bræðurnar til Íslands. Ég kann mjög vel við landið."

Diego á þrjá bræður og einn af þeim, David, spilar með CD Colunga í fimmtu efstu deild á Spáni. Diego hefur sjálfur verið á mála hjá Real Oviedo síðan hann var 17 ára gamall en félagið er frá Norður-Spáni.

,,Ég kom til Real Oviedo þegar ég var 17 ára og spilaði í deild sem heitir division de Honor Juvenil en það er sterkasta unglingadeildin á Spáni. Síðan fór ég yfir í B-lið Real Oviedo og þann 13. september á þessu ári spilaði ég minn fyrsta leik með aðalliðinu í bikarkeppninni á móti Amorebieta."

Vill skipta á treyju við Alfreð
Eftir að hafa slegið tvö lið úr spænska konungsbikarnum komst Oviedo í 32-liða úrslitin þar sem liðið mætti Alfreð og félögum í Sociedad. Síðari leikur liðanna fer fram í næstu viku en Diego var ánægður með markalaust jafntefli í fyrri leiknum á heimavelli.

,,Það var góður leikur. Það var ótruleg steming á Carlos Tartiere (heimavelli Oviedo) og áhorfendur hættu ekki að hvetja okkur allan leikinn. Við náðum jafntefli og það gefur okkur góða möguleika fyrir síðari leikinn í San Sebastian."

,,Fyrir leikinn vissi ég að Íslendingur væri að spila með Real Sociedad og ég hlakkaði til að spila á móti honum. Félagar mínir sögðu að ég yrði að vinna leikinn þar sem ég væri að spila á móti landa mínum,"
sagði Diego sem náði ekki að spjalla við Alfreð.

,,Ég gat ekki talað við hann vegna spennunar sem var í leiknum og ég fékk ekki tækifæri til að tala við hann eftir leik. Ég hefði viljað tala við hann og skiptast á treyjum við hann."

Fólk út um allan heim bjargaði Oviedo
Diego talar litla íslensku og því fór viðtalið við hann fram á spænsku. Diego er í dag í hálf atvinnumennsku hjá Real Oviedo en félagið er að glíma við skuldavandræði eins og mörg félög á Spáni.

Árið 2012 var Real Oviedo nálægt gjaldþroti en þá bauðst fólki um allan heim að kaupa hlut í félaginu á 10,75 evrur eða um 1600 krónur. Það bjargaði félaginu á endanum en meðal annars er vitað af nokkrum aðilum á Íslandi sem ákváðu að kaupa hlut í Oviedo á þessum tíma.

,,Ég var kominn til félagsins þarna og þetta var mjög erfitt vegna fjárhagsörðugleika. Hluthöfum var fjölgað og fólk hvaðanæva að úr heiminum byrjaði að kaupa hlutabréf í Real Oviedo. Risafyrirtæki í Mexíkó, Grupo Carso, keypti á síðustu stundu hlutabréf fyrir tvær milljónir evra og tók við stjórn liðsins. Með því og ásamt ótrúlegum stuðningsmönnum Real Oviedo tókst að bjarga félaginu."

Dreymir um að spila með íslenska landsliðinu
Diego er hægri bakvörður en hann getur einnig leikið á kantinum. Diego er fæddur árið 1993 og því verður hann ekki gjaldgengur í U21 árs landsliðið í næstu undankeppni. Hann segist oft hafa látið sig dreyma um að spila með yngri landsliðum Íslands.

,,Jú, ég hef oft hugsað um það en vegna fjarlægðar vissi ég að það yrði erfitt fyrir einhvern á Íslandi að taka eftir mér," sagði Diego sem stefnir hátt í framtíðinni en draumur hans er að fá tækifæri með íslenska A-landsliðinu.

,,Ég ætla að halda áfram að bæta mig dag frá degi og ná eins langt og ég mögulega get. Ég vona að í framtíðinni geti ég spilað með Real Oviedo í fyrstu deild og mig dreymir líka um að spila einhverntímann með íslenska landsliðinu," sagði Diego að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner