Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. desember 2014 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Edward Glazer lætur milljónir hlutabréfa á sölu
Glazer fjölskyldan er ekki í hávegum höfð hjá stuðningsmönnum Rauðu djöflanna.
Glazer fjölskyldan er ekki í hávegum höfð hjá stuðningsmönnum Rauðu djöflanna.
Mynd: Getty Images
Edward Glazer, eitt af sex börnum hins heitna Malcolm Glazer, hefur ákveðið að selja 3 milljón hlutabréf í Manchester United.

Hlutabréfin eru talin vera um 28.7 milljón punda virði, eða 5.3 milljarða íslenskra króna.

Hlutabréf Malcolm dreifðust milli sex barna hans við andlát og hefur Edward, sem er einn af forsetum bandaríska Tampa Bay Buccaneers ruðningsliðsins, ákveðið að reyna að selja part í félaginu.

Hægt verður að kaupa hlutabréfin þar til 12. desember og mun Manchester United ekki hafa neinan beinan hagnað af sölum bréfanna sem eru í A-flokki.
Athugasemdir
banner
banner
banner