Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. desember 2014 14:24
Magnús Már Einarsson
Gary Neville líkir Man Utd og Liverpool við pöbbalið
,,Þetta var ekki svona þegar við vorum að spila.
,,Þetta var ekki svona þegar við vorum að spila."
Mynd: Getty Images
Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, er ekki hrifinn af spilamennsku sinna manna þessa dagana og ekki heldur af spilamennsku Liverpool.

Þessi lið mætast á Old Trafford á sunnudaginn en fyrir þann leik er Manchester United í þriðja sæti deildarinnar, sjö stigum á undan Liverpool sem er í níunda sæti.

Neville hefur borið leikinn á sunnudag saman við leik tveggja pöbbaliða.

,,Þetta gæti orðið eins og Dog and Duck gegn The Red Lion," sagði Neville á Sky í gærkvöldi.

Neville gagnrýndi lið Manchester United eftir 2-1 sigur á Southampton í gær en Louis van Gaal stjóri United gaf lítið fyrir þá gagnrýni.

,,Hann getur sagt það sem hann vill sem fyrrum goðsögn en sem fyrrum goðsögn þá verður þú að passa hvað þú segir. Hann þarf að vanda orðaval sitt," sagði Van Gaal.
Athugasemdir
banner
banner