banner
   þri 09. desember 2014 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Liverani fjórði stjóri Leyton á tímabilinu
Fabio Liverani í leik með Lazio.
Fabio Liverani í leik með Lazio.
Mynd: Getty Images
Leyton Orient hefur ráðið fjórða knattspyrnustjóra tímabilsins í formi hins ítalska Fabio Liverani.

Hinn ungi Liverani tekur við af samlanda sínum Mauro Milanesi, sem var knattspyrnustjóri í 43 daga og er nú kominn aftur í upprunalegu stöðu sína sem yfirmaður íþróttamála.

Liverani er búinn að skrifa undir tveggja og hálfs árs samning en þessi 38 ára stjóri hefur aðeins stýrt Genoa áður.

Liverani var miðjumaður fyrir nokkrum árum og lék fyrir lið á borð við Lazio, Fiorentina og Palermo á ferlinum.

,,Ég er spenntur fyrir þessari áskorun, þetta er langtímaverkefni," sagði Liverani.

Leyton er í fallbaráttu þriðju efstu deildar enska boltans. Ítalinn Francesco Becchetti keypti félagið í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner